Spurt og svarað

Hér fyrir neðan eru spurningar sem við fáum oft – vonandi finnurðu svör við spurningum þínum.
 

Af hverju heitir bílaleigan SADcars?
Nafnið er samsett úr fyrsta staf í nafni allra stofnenda fyrirtækisins – Siggi, Alli og Daníel :) Þetta er því nokkurskonar fjölskyldufyrirtæki. Við ákváðum að nota nafnið því það er eftirminnilegt (á ensku þar sem við byrjuðum á því að höfða til erlendra ferðamanna). Við getum þó fullvissað viðskiptavini okkar um það að bílarnir okkar eru ekki sorgmæddir eins og nafnið gefur til kynna – þeir eru reyndar mjög ánægðir að vera notaðir. :)

Af hverju er SADcars bílaleigan ódýrari en aðrar bílaleigur?
Við leigjum út góða bíla sem eru að meðaltali 10 ára gamlir en vel viðhaldið af bifvélavirkjum okkar á okkar eigin verkstæði. Þess vegna getum við notað ódýrari bíla sem aftur skilar sér í lægra leiguverði til þín.

Vinsamlegast takið eftir því að lágmarksleigutími okkar er 2 dagar.
 

Hvernig borga ég?
Við bjóðum upp á tvær leiðir – annarsvegar getur þú staðgreitt og fengið 15% afslátt af lága verðinu okkar þegar þú pantar. Hinsvegar geturðu borgað þegar þú sækir bílinn. Hvorn kostinn sem þú velur þarftu alltaf að skilja eftir kreditkortanúmer sem tryggingu ef einhver auka kostnaður bætist við.
 

Hvað með að sækja og skila bílum, hvernig virkar það?
Við erum með tvo afhendingarstaði; í Reykjavík og í Keflavík.

Skrifstofan okkar í Reykjavík (smelltu hér til að fá kort) er opin frá 9.00 til 17.00 alla daga vikunnar. Afhending og skil innan Höfuðborgarsvæðisins eru án endurgjalds á veturna (1.9 – 15.6) en kosta 3.750 kr á sumrin.

Skrifstofan okkar í Keflavík (smelltu hér til að fá kort) er opin frá 5.00 að morgni til 2.00 að nóttu til. Afhending og skil í Keflavík eru alltaf ókeypis og við skutlum til og frá Keflavíkurflugvelli eða Reykjanesbæ án endurgjalds.
 

Hvernig eru bílarnir útbúnir?
Við erum með eigin verkstæði þar sem bifvélavirkjar okkar yfirfara bílana eftir hverja útleigu til viðskiptavinar. Allir bílarnir eru með loftpúða og öryggisbelti fyrir alla farþega í bílnum. Auk þess eru allir bílarnir á heilsársdekkjum. Bílarnir okkar hafa allan búnað til þess að vegna vel á íslenskum vegum.
 

Hvað þarf ég að hafa til þess að leigja bíl?
Þú þarft að hafa gilt ökuskírteini og kreditkort í þínu nafni til þess að leigja bíl hjá SADcars.
 

Hversu gamall/gömul þarf ég að vera til þess að leigja bíl hjá ykkur?
Viðskiptavinir okkar þurfa að hafa náð 21 árs aldri.
 

Hvaða tryggingar er hægt að kaupa hjá SADcars?
Kaskótryggingu (CDW) með sjálfsábyrgð að upphæð 150.000 kr.
Súperkaskótryggingu (SCDW) með sjálfsábyrgð að upphæð 45.000 kr.  
Vernd gegn möl (GP)
Trygging vegna þjófnaðar (TI)
 

Innifalið í leigugjaldi allra bíla eru lögboðnar ökutækjatryggingar þ.e. ábyrgðartrygging og slysatrygging ökumanns og eiganda.
Hægt er að lesa um skilmálana hér.
 

Hvað gerist ef bílinn bilar?
SADcars er með þjónustuaðila vítt og breitt um landið sem hægt er að leita til ef bílinn bilar eða ef þarf varahluti. Ef þú lendir í slysi eða ef bíllinn er óökufær þá munum við að sjálfsögðu skipta út bílnum fyrir nýjan bíl. Hægt er að hringja í okkur allan sólarhringinn ef eitthvað kemur uppá. 

Frekari upplýsingar um vegaaðstoð
 

Eru bílarnir ykkar á vetrardekkjum á veturna?
Allir SADcars bílarnir eru á góðum heilsársdekkjum á veturna.
 

Get ég hætt við pöntun?
Við endurgreiðum 75% ef hætt er við pöntun allt að 48 tímum fyrir afhendingu bílsins. Ef hætt er við pöntun minna en 48 tímum fyrir afhendingu er upphæðin ekki endurgreidd.
 

Ef þú hefur frekari spurningar, ekki hika við að hringja í okkur í síma 577 6300 milli 9.00 og 17.00 á hverjum degi eða sendu okkur tölvupóst á netfangið info@sadcars.com.  

 

Fáðu tilboð hér!

 
Keflavik Bogatrod 2, 235 Reykjanesbær.
Reykjavik office Skogarhlid 10, 105 Reykjavik.